Fréttir

Guðmundur Ágúst úr leik í Þýskalandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 2. júní 2023 kl. 15:20

Guðmundur Ágúst úr leik í Þýskalandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk leik á níu höggum yfir pari á Porsche mótinu í Hamborg í Þýskalandi í dag. Hann lék fyrsta hringinn á 4 höggum yfir pari og næsta á fimm yfir og var talsvert frá niðurskurðinum. Þetta var þriðja mótið í röð eftir stutt vetrarfrí þar sem okkar maður kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Skor leikmanna er hátt á mótinu og aðeins um tuttugu kylfingar af 150 undir pari vallarins. Grean Eagle golföllurinn er erfiður, mikið um vatnstorfærur og sjá má á skorkorti Guðmundar að slátturinn hefur ekki verið góður því upphafshögg lentu oft utan brautar og hann var því í meiri vanda með að komast inn á flöt í tilskyldum höggafjölda.

Guðmundur Ágúst er á biðlista fyrir næsta mót, Volvo Car Scandinavian Mixed á hinum glæsilega Ullna golfvelli í Stokkhólmi.

Staðan á Porsche mótinu.