Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Guðmundur fékk tæplega 1,5 milljón króna fyrir árangurinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 7. september 2020 kl. 18:24

Guðmundur fékk tæplega 1,5 milljón króna fyrir árangurinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í gær í 5. sæti á Northern Ireland Open mótinu sem fór fram á Áskorendamótaröðinni í golfi um helgina.

Guðmundur fór fyrir vikið upp í 31. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar en fyrir helgi var hann 79 sætum neðar eða í 110. sæti.

Fyrir 5. sæti á móti helgarinnar fékk Guðmundur 9.000 evrur eða um 1,5 milljón króna en um er að ræða næst sterkustu mótaröð Evrópu. Bandaríkjamaðurinn Tyler Koivisto hlaut 32.000 evrur en hann fór með sigur af hólmi á 13 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Guðmundi.

Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús komust einnig í gegnum niðurskurðinn á Norður-Írlandi en sá síðarnefndi hlaut 1.460 evrur fyrir 33. sæti og Andri Þór hlaut 860 evrur fyrir 48. sæti.

Næsta mót á Áskorendamótaröðinni í golfi er Opna portúgalska mótið sem fer fram dagana 17.-20. september.

Sjá stöðuna á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.