Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Guðmundur hefur leik á morgun í Tékklandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 22:10

Guðmundur hefur leik á morgun í Tékklandi

Það er nóg um að vera næstu daga hjá íslensku atvinnukylfingunum en ásamt því að Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefja leik á morgun þá er Guðmundur Ágúst Kristjánsson einnig á skotskónum á morgun. Hann leikur á D+D Real Czech Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Á morgun hefur Guðmundur leik klukkan 9:10 að staðartíma og byrjar hann á 10. holur. Með honum í holli er Svíinn Cristopher Sahlstrom og Þjóðverjinn John Allen.

kylfingur.is
kylfingur.is

Guðmundur lék vel um síðustu helgi á Irish Challenge mótinu en þá náði hann sínum þriðja besta árangri á Áskorendamótaröðinni þegar að hann endaði jafn í 12. sæti.

Hérna verður hægt að fylgjast með skori keppenda.

Örninn járn 21
Örninn járn 21