Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Guðrún leikur í Frakklandi á Evrópumótaröð kvenna
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 15:17

Guðrún leikur í Frakklandi á Evrópumótaröð kvenna

Atvinnukylfingur Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur á morgun leik á Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Leikið er á Evian Resort golfsvæðinu í Frakklandi en völlurinn er notaður undir Evian Masters mótið sem er eitt af risamótunum fimm í kvennagolfinu.

Fyrstu tvo hringina leikur Guðrún með þeim Kylie Henry og Manon Gidali. Þær hefja leik klukkan 8:58 og byrja þær á sjöttu braut. Á föstudaginn hefja þær svo leik klukkan 13:43 og byrja þær þá á 15. braut.

kylfingur.is
kylfingur.is

Í síðustu viku lék Guðrún á Ladies Italian Open mótinu og var hún þá þremur höggum frá því að komast gegnum niðurskurðinn. Síðari hringur mótsins var góður og vonandi að Guðrún geti tekið upp þráðinn á morgun þaðan sem frá var horfið.

Hérna verður hægt að fylgjast með skori keppenda.

Örninn járn 21
Örninn járn 21