Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Guðmundur hefur leik í Póllandi á morgun
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 28. júlí 2020 kl. 20:05

Guðmundur hefur leik í Póllandi á morgun

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leik á morgun á Gradi Polish Open mótinu en það er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Leikið er á Gradi golfvellinum sem er staðsettur skammt fyrir utan borgina Wroclaw í Póllandi.

Guðmundur hefur leik klukkan 12:00 að staðartíma á morgun sem er 10:00 að íslenskum tíma. Hann hefur leik á fyrstu holu og með honum í holli eru Pólverjarnir Adrian Kaczala og Jakub Matuszek.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.