Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Guðmundur höggi frá því að komast áfram
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 6. nóvember 2020 kl. 16:04

Guðmundur höggi frá því að komast áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR lék í dag annan hringinn á Andalucia Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi. Mótið er haldið á Novo Sancti Petri golfsvæðinu á Spáni sem margir íslenskir kylfingar þekkja.

Guðmundur lék fyrstu tvo hringina samtals á 5 höggum yfir pari og varð að lokum einu höggi frá því að komast áfram þar sem niðurskurðarlínan miðaðist við +4.

Á hring dagsins fékk Guðmundur þrjá skolla og tvo fugla en hann bætti sig um þrjú högg á milli hringja. Síðasti skolli dagsins kom á 18. holu sem varð til þess að hann komst ekki áfram.

Þriðji og næst síðasti hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag, fyrir þá kylfinga sem komust í gegnum niðurskurðinn. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.