Fréttir

Guðmundur og Aron léku fyrsta hringinn á 72 höggum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 14:32

Guðmundur og Aron léku fyrsta hringinn á 72 höggum

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hóf í dag leik á Gamle Fredrikstad Open mótinu sem fram fer á Nordic Golf mótaröðinni, einungis þremur dögum eftir sigurinn á PGA Championship.

Guðmundur lék hringinn á pari vallarins og er þessa stundina jafn í 40. sæti. Guðmundur fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hring dagsins.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu sem lýkur á fimmtudaginn. Adam Eineving byrjaði manna best og kom inn á 8 höggum undir pari.

Auk Guðmundar er Aron Bergsson, sem leikið hefur í Svíþjóð undanfarin ár, meðal keppenda í mótinu. Hann lék einnig á pari vallarins og er jafn Guðmundi í 40. sæti í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.