Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún Brá á fjórum yfir á fyrsta hring í Hollandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 16. maí 2025 kl. 15:19

Guðrún Brá á fjórum yfir á fyrsta hring í Hollandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék fyrsta hringinn á Hollenska mótinu sem hófst í dag á fjórum yfir pari en leikið er á Goyer golfsvæðinu í Hollandi.

Guðrún fékk tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum og náði ekki fuglum til að bæta skorið og er þegar þetta er skrifað í kringum 90. sætið. Hún þarf að bæta sig verulega í næsta hring til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Guðrún er ekki með þátttökurétt á LET, Evrópumótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu en er með þátttökurétt á LET Access röðinni, þeirri næstu fyrir neðan. Hún komst þó inn á þetta mót og vonast til að fá fleiri tækifæri á LET.

Staðan.