Fréttir

Guðrún Brá keppir á Lavaux Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 22. september 2020 kl. 19:39

Guðrún Brá keppir á Lavaux Ladies Open

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK hefur leik á Lavaux Ladies Open mótinu á morgun, miðvikudag. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu.

Fyrir mót vikunnar er Guðrún í 16. sæti á stigalista mótaraðarinnar en hún hefur leikið í tveimur mótum í ár og endað í 14. sæti og 24. sæti.

Guðrún Brá hefur leik klukkan 8:56 að staðartíma og verður í holli með þeim Ainil Bakar og Lily Hurliman fyrstu tvo dagana.

Skorið verður niður eftir tvo daga í mótinu og halda þá efstu kylfingarnir áfram og leika lokahringinn á föstudaginn 25. september.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í mótinu.