Guðrún Brá lék á 75 höggum í Finnlandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur lokið leik á fyrsta hring Finnish Open mótsins sem hófst nú í morgun. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni og er leikið á Messila vellinum. Guðrún Brá lék hringinn á 75 höggum og er jöfn í 48. sæti þegar þetta er skrifað.
Hún hóf leik á 10. holu í dag og var fljótlega komin á tvö högg yfir par eftir skolla á holum 11 og 12 og endaði hún á tveimur höggum yfir pari á fyrri níu holunum.
Síðari níu holurnar voru nokkuð skrautlegar en hún fékk á þeim þrjá fugla, fjóra skolla og aðeins tvo pör. Hún lék þær á einu höggi yfir pari og hringinn samtals á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum.
Eins og áður sagði er Guðrún Brá jöfn í 48. sæti þegar þetta er skrifað en margar stelpur eiga enn eftir að ljúka leik í dag.
Berglind Björnsdóttir er einnig á meðal keppenda. Hún hefur aðeins lokið við 6 holur í dag og er á þremur höggum yfir pari.