Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Guðrún og Ólafía komust ekki í gegnum niðurskurðinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 11. september 2020 kl. 17:59

Guðrún og Ólafía komust ekki í gegnum niðurskurðinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR léku í dag annan hringinn á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Íslensku kylfingarnir eru báðir úr leik eftir hring dagsins en Ólafía Þórunn var á 3 höggum yfir pari eftir tvo hringi og Guðrún Brá á 4 höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan miðaðist við +2.

Sanna Nuutinen er í forystu á 10 höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina, höggi á undan Amy Boulden og Maha Haddioui. Þriðji og síðasti hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.