Fréttir

Guðrún og Valdís hefja leik í kvöld og nótt
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 20:17

Guðrún og Valdís hefja leik í kvöld og nótt

Eins og greint var frá fyrri í vikunni eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir báðar á meðal keppenda á Geoff King Motors Australian Ladies Classic mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Mótið fer fram í Ástralíu og hafa því fyrstu kylfingar hafið leik.

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik klukkan 8:50 að staðartíma og er það klukkan 21:50 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Kristalle Blum og Jenny Haglund og hefja þeir leik á fyrstu holu.

Guðrún Brá er að leika í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröð kvenna eftir að hafa unnið sér inn fullan þátttökurétt á mótaröðinni í janúar. Hún hefur leik klukkan 13:10 að staðartíma, sem er 2:10 að íslenskum tíma, og með henni í holli eru þær Marta Martin og Nobuhle Dlamini. Þær hefja leik á níundi holu.

Hérna má fylgjast með skori keppenda í beinni.


Guðrún Brá Björgvinsdóttir.