Haraldur áfram - völlurinn styttur mikið vegna rigninga
Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á Áskorendamótaröðinni en keppt er á Askersunds vellinum í Svíþjóð. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu að undanförnu og þurfti að gera miklar breytingar á vellinum vegna þess. Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppti á Czech mótinu á DP Evrópumótaröðinni í Tékklandi og var fimm höggum frá niðurskurði.
Golfvöllurinn í Svíþjóð er par 72 en var breytt í par 67. „Það þurfti að færa marga teiga. Til dæmis er 9. brautin löng par 5 en henni var breytt í 180 metra par 3 holu. Það var allt gert til að gera völlinn leikhæfan svo hægt væri að halda mótið. Karginn er rosalega þykkur og því mikilvægt að hitta brautir. Það gekk ágætlega hjá mér og spilamenskan fínn,“ segir Haraldur en hann er á -1 eftir 36 holur og komst í gegnum niðurskurðinn. Hann er sex höggum á eftir forystusauðnum sem er á -7.
Uppfært: Einungis voru leiknar 54 holur vegna mikilla rigninga. Haraldur endaði jafn í 46. sæti.
Guðmundur Ágúst náði sér ekki á strik í Prag og lék hringina tvo á einu höggi yfir pari, 73 og 72. Í mótinu eru margir þekktir kylfingar m.a. Luke Donald, fyrirliði Ryderliðs Evrópu. Hann lék á -3 og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ludvig Arberg frá Svíþjóð, nýasti meðlimur PGA mótaraðarinnar er meðal keppenda og er í toppbaráttuni en landi hans Alexander Björk er í forystu á þrettán undir pari.