Fréttir

Haraldur byrjaði vel í Tékklandi - Erfiðara hjá Guðmundi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 1. júní 2023 kl. 19:42

Haraldur byrjaði vel í Tékklandi - Erfiðara hjá Guðmundi

Haraldur Franklín Magnús lék vel á fyrst hringnum á móti á Áskorendamótaröðinni í Tékklandi í dag. Hann var á þremur höggum undir pari, fékk þrjá fugla á 8.,9. og 10. braut en lék aðrar holur á pari. 

Haraldur er jafn í 20. sæti en efstu tveir kylfingarnir eru á -6.

„Þetta gekk mjög vel. Flatirnar eru mjög hraðar ogþað er mikið landslag í þeim. Völlurinn er í fjallsbrekku svo það er mikið labb. En þetta var góð byrjun,“ sagði Haraldur Franklín í stuttu spjalli við kylfing.

Félagi hans, Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf leik í dag á Porsche mótinu í Hamborg í Þýskalndi á DP Evrópumótaröðinni. Hann lék fyrsta hringinn á 4 höggum yfir pari, fékk fimm skolla og einn fugl. Skorið á mótinu er mjög hátt eftir fyrsta dag. Forystusauðirnir tveir eru á -4.