Fréttir

Haraldur Frankín og Guðmundur Ágúst komust ekki áfram í Svíþjóð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. ágúst 2022 kl. 15:14

Haraldur Frankín og Guðmundur Ágúst komust ekki áfram í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson náðu sér ekki á strik í Stokkhólmi þar sem leikið er á Áskorendamótaröðinni þessa vikuna. Þeir komust hvorugir í gegnum niðurskurðinn, Haraldur á +2 og Guðmundur Ágúst á +4. 

„Þetta var ekki að ganga nógu vel núna nema síðustu 9 holurnar sem ég lék á fimm undir pari. Svona er þetta stundum. Nú er bara að gíra sig í næsta mót,“ sagði Haraldur Franklín.

Efsti maður á mótinu er Lauri Ruuska frá Finnlandi en hann var í stuði og er á 11 undir pari.