Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Haraldur í toppbaráttunni í Svíþjóð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 30. ágúst 2025 kl. 14:30

Haraldur í toppbaráttunni í Svíþjóð

Íslensku kylfingarnir á Áskorendamótaröðinni í Evrópu, þeir Haraldur Franklín og Guðmundur Ág. Kristjánsson eru í ágætum málum eftir þrjá hringi af fjórum á Dormy Open mótinu í Uppsala í Svíþjóð. Haraldur er jafn í 10. sæti og Guðmundur jafn í 37. sæti.

Haraldur byrjaði með látum og lék fyrsta hringinn á sjö undir pari, 64 höggum sem var næst besta skor fyrsta keppnisdags. Hann hefur haldið áfram að leika vel og hefur fengið átján fugla á 54 holunum, eða þriðju hverri braut. Haraldur hefur leikið vel á árinu og alltaf komist í gegnum niðurskurðinn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Guðmundur Ágúst er á -8, lék fyrsta hringinn á -5, annan á pari og þriðja á þremur undir, fínasta spilamennska.

Staðan.