Fréttir

Haraldur komst í gegnum niðurskurðinn í Ástralíu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 24. nóvember 2023 kl. 10:03

Haraldur komst í gegnum niðurskurðinn í Ástralíu

Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á fyrsta móti nýrrar keppnistíðar á DP mótaröðinni, Fortinet Australian PGA mótinu en leikið er á Royal Queensland golfvelinum í Brisbane í Ástralíu. Haraldur er á pari eftir 36 holur og er í 64.-80 sæti en niðurskurðurinn var við parið.

Haraldur lék annan hringinn á höggi yfir pari, 72 höggum en var á einum undir á fyrsta hringnum, 70 höggum.

Heimamaðurinn Min Woo Lee er í efsta sæti á 12 höggum undir pari en átta Ástralar eru í efstu tíu sætunum. Adam Scott er annar á ellefu undir pari.