Fréttir

Haraldur og Guðmundur Ágúst keppa á Spáni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 4. september 2023 kl. 11:11

Haraldur og Guðmundur Ágúst keppa á Spáni

Haraldur Franklín Magnús lék alla hringina undir pari og endaði jafn í 23. sæti á Indoor mótinu á Áskorendamótaröðinni í Vesterby í Svíþjóð um síðustu helgi.

Haraldur lék á níu höggum undir pari. Þetta er besti árangur hans á mótaröðinni á þessu ári en hann er í 120. sæti á stigalistanum og þarf að bæta stöðu sína þar. 

Í stuttu spjalli við kylfing.is segir hann að það sé búið að vanta herslumuninn í síðustu mótum til að vera í toppbaráttuni. Haraldur keppir á móti á Spáni í vikunni en þar verður Guðmundur Ágúst Kristjánsson einnig meðal keppenda.