Haraldur og Guðmundur báðir í gegn í Danmörku
Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust báðir í gegnum niðurskurðinn á Danish Golf Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni sem fram fer á Bogense golfsvæðinu í Danmörku.
Haraldur er á tveimur undir pari eftir tvo hringi 73-70 og Guðmundur á -1 en hann lék hringina tvo á 73-71.
Þetta er annað mót þeirra félaga á Áskorendamótaröðinni í ár en þeir léku á Spáni um síðustu helgi þar sem Guðmundur endaði í 69. sæti og Haraldur í 69. sæti.