Fréttir

Haraldur og Guðmundur luku keppni í Austurríki
Haraldur átti ágætt mót í Austurríki
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 18. júlí 2021 kl. 11:34

Haraldur og Guðmundur luku keppni í Austurríki

Haraldur Franklín Magnus og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku í morgun lokahringinn á Euram Bank Open á Áskorendamótaröð Evrópu í Austurríki.

Haraldur lék hring dagsins á pari og endar mótið á samtals 5 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 43. sæti mótsins.

Skorkort Haraldar:

Guðmundur lék vel í dag á 4 höggum undir pari og samtals á 3 höggum undir pari í mótinu. Þegar þetta er skrifað er Guðmundur í 55. sæti mótsins.

Skorkort Guðmundar:

Lokastaðan í mótinu