Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Harrington vill að fleiri spili sig inn í liðið fyrir Ryder bikarinn
Padraig Harrington.
Miðvikudagur 9. janúar 2019 kl. 19:04

Harrington vill að fleiri spili sig inn í liðið fyrir Ryder bikarinn

Padraig Harrington var í gær kynntur sem fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum árið 2020. Á blaðamannafundi eftir tilkynninguna kom ýmis atriði fram sem Írinn þarf að huga að fyrir keppnina sem fer fram á Whistling Straits vellinum í Bandaríkjunum.

Meðal þess sem Harrington ræddi var val fyrirliða fyrir keppnina. Fyrir 2018 keppnina var reglunum breytt hjá liði Evrópu þannig að 8 kylfingar spiluðu sig inn í liðið og fyrirliðinn, sem í það skiptið var Thomas Björn, gat svo valið fjóra kylfinga til viðbótar í liðið. Þeir Paul Casey, Ian Poulter, Henrik Stenson og Sergio Garcia urðu fyrir valinu og stóðu sig allir vel.

Harrington íhugar að fækka valinu fyrir næstu keppni.

„Hugsunin mín er, verður einhvern tímann horft framhjá 9. sætinu? Ég held að það hafi ekki gerst og ég held að leikmennirnir verði með meira sjálfstraust ef þeir spila sig inn í liðið í stað þess að treysta á val fyrirliða.

Þannig ég myndi frekar vilja að fleiri kylfingar myndu spila sig inn í liðið en ég þarf að skoða þetta. Það er verið að vinna í tölfræði fyrir mig til að ákveða hvort ég velji þrjá eða fjóra.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)