Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Saga í þriðja sæti fyrir lokahringinn
Saga Traustadóttir.
Sunnudagur 7. október 2018 kl. 11:00

Háskólagolfið: Saga í þriðja sæti fyrir lokahringinn

Afrekskylfingurinn Saga Traustadóttir er í þriðja sæti fyrir lokahringinn á Ron Moore Women's Intercollegiate mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Mótið fer fram í Denver dagana 5.-7. október.

Saga lék fyrsta hringinn á 2 höggum undir pari og kom svo inn á höggi yfir pari á öðrum hringnum. Skorkort hennar frá öðrum hringnum má sjá hér fyrir neðan.

Saga er einungis höggi á eftir efstu kylfingum og því spennandi að fylgjast með henni á lokahringnum sem fer fram í dag, sunnudag. Lið Sögu, Colorado State, er í efsta sæti í mótinu á 3 höggum undir pari, níu höggum á undan UC Davis skólanum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)