Heimir Karls með draumahögg á Korpunni
Heimir Karlsson, kylfingur og útvarpsmaður fór holu í höggi á 6. braut á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík og er þetta í annað sinn sem kappinn nær draumahöggi.
Heimir sló með 9-járni en brautin mældist 116 metrar; „hátt og fallega fór græni Callaway boltinn, lenti vinstra megin við pinnann, rúllaði svo 2-3 metra“ og endaði svo í holu.
„Annað sinn á ferlinum! Samt æðisleg tilfinning,“ sagði kylfurinn alsæll.
Heimir lengst til vinstri með golffélögum sínum í hollinu, Pétri G. Guðmundssyni, Jóni H. Karlssyni og Guðrúnu K. Bachmann.