Fréttir

Heimslisti karla: Sigurvegarar helgarinnar aldrei verið ofar
Bernd Wiesberger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 14. október 2019 kl. 14:05

Heimslisti karla: Sigurvegarar helgarinnar aldrei verið ofar

Heimslisti karla hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar og er ein breyting á meðal 10 efstu. Justin Thomas og Jutin Rose hafa sætaskipti og er Thomas því kominn í fimmta sætið og Rose í það sjöunda. 

Brooks Koepka er enn í efsta sætinu og hefur hann nú verið þar samfleytt í 22 vikur. Í heildina hefur Koepka verið í efsta sætinu í 31 viku. Þar sem forysta hans á toppnum er rúmlega 2,5 stig er ljóst að hann mun verða á toppnum næstu vikurnar. Eins og staðan er í dag er hann einn í 12. sæti yfir þá kylfinga sem hafa verið lengst á toppnum en í næstu viku mun hann jafna við Vijay Singh sem er í 11. sætinu með 32 vikur.

Sigurvegarar helgarinnar hækkuðu á listanum og hvorugir þeirra verið ofar á listanum á sínum ferli.

Bernd Wiesberger hefur átt frábært ár á Evrópumótaröðinni en í gær vann hann sitt þriðja mót á tímabilinu. Eftir sigurinn á Italian Open mótinu er Wiesberger kominn í 22. sæti heimslistans en fyrir hafði hann náði 23. sæti heimslistana árið 2015.

Lanto Griffin vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í gær þegar hann bar sigur úr býtum á Houston Open mótinu. Með sigrinum fór Griffin upp í 108. sæti en fyrir helgi var hann í 176. sæti.

Hérna má sjá listann í heild sinni.