Fréttir

Heimslisti karla: DeChambeau nálgast sinn besta árangur
Bryson DeChambeau.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 6. júlí 2020 kl. 22:31

Heimslisti karla: DeChambeau nálgast sinn besta árangur

Bryson DeChambeau nálgast sína bestu stöðu á heimslistanum og en eftir sigur helgarinn er hann kominn í sjöunda sæti heimslistans sem var uppfærður í gær.

Besta staða DeChambeau á heimslistanum er fimmta sæti en hann var þar um nokkurt skeið á síðasta ári. Eftir að PGA mótaröðin hóf göngu sína að nýju hefur DeChambeau leikið í öllum fjórum mótunum og er hans versti árangur áttunda sæti á RBC Heritage mótinu.

Rory McIlroy er sem fyrr í efsta sætinu og hefur hann nú verið þar samfleytt í 10 vikur. Samtals hefur hann þó verið í efsta sætinu í 105 vikur á sínum ferli.

Bilið milli hans og Jon Rahm sem situr í öðru sætinu er tæplega eitt stig og því líklegt að efsta sæti heimslistans verði undir næstu vikurnar.

Heimslistann í heild sinni má nálgast hérna.