Fréttir

Heimslisti karla: Johnson kominn upp í 3. sæti
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 30. júní 2020 kl. 10:00

Heimslisti karla: Johnson kominn upp í 3. sæti

Með sigrinum um helgina á Travelers meistaramótinu færðist Dustin Johnson upp um 3 sæti og situr nú í 3. sæti á heimslista karla í golfi.

Johnson, sem hefur áður verið 91 viku í efsta sæti heimslistans, hafði hægt og bítandi dottið niður listann á þessu ári þangað til hann náði flottum sigri um helgina.

Rory McIlroy er sem fyrr í efsta sætinu og hefur nú verið í því sæti í 104 vikur. Einungis Greg Norman (331 vika) og Tiger Woods hafa vermt efsta sætið lengur (683).

Af íslensku atvinnukylfingunum er Guðmundur Ágúst Kristjánsson efstur en hann er í 601. sæti. Haraldur Franklín Magnús er nokkrum sætum neðar eða í 629. sæti. Enginn annar íslenskur kylfingur nær á topp 1000.

Staða efstu manna er eftirfarandi:

1. Rory McIlroy, 9,04
2. Jon Rahm, 8,03
3. Dustin Johnson, 7,59
4. Justin Thomas, 7,29
5. Brooks Koepka, 7,22
6. Webb Simpson, 7,18