Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Heimslisti karla: Larrazabal fór upp um 105 sæti
Pablo Larrazabal. Mynd: golfsupport.nl
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 2. desember 2019 kl. 10:00

Heimslisti karla: Larrazabal fór upp um 105 sæti

Spánverjinn Pablo Larrazabal sigraði um helgina á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla í golfi.

Fyrir vikið fer Larrazabal upp um 105 sæti á heimslistanum og situr nú í 156. sæti. 

Larrazabal hafði ekki leikið sitt besta golf í ár þrátt fyrir nokkur góð mót en í síðustu viku hafði hann dottið niður í 261. sæti á heimslistanum eftir að hafa hæst komist í 53. sæti árið 2014.

Litlar breytingar urðu á efstu sætum heimslistans og er Brooks Koepka sem fyrr í efsta sætinu. Hann hefur nú vermt efsta sætið í 38 vikur og nálgast Nick Price sem var í 44 vikur í efsta sæti heimslistans á sínu tíma.

Koepka er með ágæta forystu á Rory McIlroy sem er annar, Jon Rahm er þriðji.

Staða efstu kylfinga heims á heimslista karla:

1. Brooks Koepka, 11,22
2. Rory McIlroy, 9,94
3. Jon Rahm, 8,17
4. Dustin Johnson, 7,59
5. Justin Thomas, 7,54
6. Patrick Cantlay, 6,74
7. Tiger Woods, 6,66
8. Justin Rose, 6,44
9. Xander Schauffele, 6,07
10. Tommy Fleetwood, 5,90

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í golfi.