Fréttir

Heimslisti karla: McIlroy nálgast toppinn
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 10. júní 2019 kl. 12:15

Heimslisti karla: McIlroy nálgast toppinn

Nýr heimslisti karla hefur verið birtur og er Rory McIlroy kominn upp í þriðja sætið. Eftir sigur hans í gær á RBC Canadian Open mótinu nálgast McIlroy toppinn að nýju en hann var á sínum tíma í efsta sætinu í samtals 95 vikur. Aðeins þrír kylfingar hafa setið lengur í efsta sætinu, þeir Nick Faldo (97), Greg Norman (331) og Tiger Woods (683).

Brooks Koepka er enn í efsta sætinu en munurinn á honum og Dustin Johnson er þó aðeins 0,28 stig og því líklegt að Johnson geti endurheimt efsta sætið með góðum árangri á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn.

Koepka hefur nú setið í samtals 13 vikur í efsta sætinu og er hann nú orðinn jafn Justin Rose í 16. sæti yfir spilara sem setið hafa lengst í efsta sætinu.

Staða 10 efstu manna má sjá hér að neðan en listann í heild sinni má nálgast hérna.