Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: McIlroy nálgast toppinn á ný
Rory McIlroy.
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 15:00

Heimslisti karla: McIlroy nálgast toppinn á ný

Rory McIlroy hefur leikið vel það sem af er ári en loks í gær tókst honum að sigra eftir að hafa endað á meðal sex efstu í fyrstu fimm mótum ársins. Staða hans á heimslistanum hefur því batnað töluvert að undanförnu og nálgast hann nú efstu menn óðfluga.

Eftir sigurinn á Players meistaramótinu er McIlroy kominn upp í fjórða sæti heimslistans en rúmt eitt og hálft ár er síðan hann var það ofarlega.

Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sætinu og er munurinn orðinn tæplega 0,15 stig eftir Johnson endaði ofar en Justin Rose um helgin, en Rose situr í öðru sætinu. 

Staða 10 efstu mann má sjá hér að neðan og listann í heild sinni má nálgast hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)