Fréttir

Heimslisti karla: Rahm kominn í hóp með Ballesteros
Jack Nicklaus og Jon Rahm eftir sigur Rahm í gær.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 20. júlí 2020 kl. 14:30

Heimslisti karla: Rahm kominn í hóp með Ballesteros

Með sigri sínum í gær á Memorial mótinu varð Jon Rahm aðeins annar spænski kylfingurinn til þess að komast í efsta sæti heimslistans. Fyrir daginn í gær hafði aðeins spænska goðsögnin Seve Ballesteros verið í efsta sætinu.

Bellesteros varð á sínum tíma annar kylfingurinn til að komast í efsta sætið en listinn var stofnaður árið 1986. Samtals var hann í efsta sætinu í 61 viku og hafa aðeins fimm kylfingar verið lengur í efsta sætinu.

Rahm hefur fengið nokkur tækifæri til að tylla sér á toppinn en aldrei náð því fyrr en í gær. Ljóst er að Rory McIlroy sem lét efsta sætið af hendi í gær mun gera allt í sínu valdi til að ná efsta sætinu aftur en hann var í efsta sætinu samfleytt í 11 vikur og hefur hann samtals verið í efsta sætinu í 106 vikur á sínum ferli.

Heimslistann má nálgast hérna. 


Seve Ballesteros.