Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Heimslisti kvenna: Korda aldrei verið ofar
Nelly Korda.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 18:16

Heimslisti kvenna: Korda aldrei verið ofar

Heimslisti kvenna hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar og er Nelly Korda, sigurvegar Taiwan Swinging Skirts mótsins, komin í þriðja sæti listans.

Fyrir sigur helgarinnar var Korda í áttunda sæti listans og fer því upp um fimm sæti milli vikna. Hún hefur aldrei verið ofar á listanum.

Jin-Young Ko er enn í efsta sætinu og ljóst að hún mun var þar næstu vikurnar. Hún er rúmlega 2,5 stigi á undan Sung Hyun Park sem er í öðru sætinu. Ko hefur nú verið samfleytt í 14 vikur í efsta sætinu og samtals í 26 vikur. Það þýðir að hún er komin ein í sjötta sæti yfir þær konur sem hafa verið lengst í efsta sætinu. Hana vantar enn 34 vikur til að jafna við Anniku Sörenstam sem situr í fimmta sætinu með 60 vikur og hana vantar 132 vikur til að jafna við Lorena Ochoa sem hefur setið lengst í efsta sætinu. Hún sat á sínum tíma í 158 vikur á toppnum.

Listann í heild sinni má nálgast hérna en stöðu 10 efstu kvenna má sjá hér að neðan.