Fréttir

Tveir kylfingar með draumahöggið á Hvaleyrarvelli
Örn Einarsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 29. júlí 2020 kl. 19:34

Tveir kylfingar með draumahöggið á Hvaleyrarvelli

Það var mikið um dýrðir og glæsileg golfhögg á Hvaleyrarvelli í gær en tveir kylfingar gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi.

Annars vegar sló Örn Einarsson draumahöggið á 15. holunni sem er 139 metra löng af gulum teigum. Með honum í holli og vitni voru þeir Halldór Þórólfsson, Sigurður Sigmundsson og Jörundur Guðmundsson.

Hins vegar var það síðan Hafþór Hafliðason sem fór holu í höggi en hann gerði það á fjórðu holunni sem er líka 139 metra löng af gulum teigum.

Við óskum þeim báðum til hamingju með afrekið.