Hólmsvöllur er vinavöllur GM golfsumarið 2016
Hólmsvöllur í Leiru er vinavöllur Golfklúbbs Mosfellsbæjar golfsumarið 2016. Hólmsvöllur er skemmtilegur "links" völlur og er oftar en ekki háð bæði barátta bæði við völlinn og vindinn þegar Leiran er leikin. Leiran er almennt í mjög góðu ásigkomulagi og kemur oftast vel undan vetri og því líklegt að félagsmenn geti skellt sér á Hólmsvöll strax í vor.
Félagsmenn GM geta leikið á Hólmsvelli sumarið 2016 gegn greiðslu vallargjalds, 1.500 kr fyrir 18 holur. Klúbburinn vill hvetja alla félagsmenn til þess að nýta tækifærið og heimsækja Leiruna á komandi golfsumri.
GM hefur verið á fullu að semja um vinavelli en Hólmsvöllur er fimmti vinavöllur klúbbsins fyrir sumarið.
Allir vinavellir (sem búið er að kynna) hjá GM 2016:
Hólmsvöllur
Garðavöllur
Hamarsvöllur
Strandarvöllur
Haukadalsvöllur