Hólmsvöllur flottur í holukeppninni - myndir
Veðurguðirnir voru í góðu skapi þegar Íslandsmót í holukeppni fór fram á Hólmsvelli í Leiru. Stundum er talað um að Leirulognið sé oft á fleygiferð en svo var ekki núna því það var logn í Leirunni og kylfingar á Íslandsmótinu í holukeppni sýndu skemmtileg tilþrif í spennandi keppni á fyrsta keppnisdegi af þremur. Hólmsvöllur er í frábæru standi eins og sjá má á myndunum.
Ljósmyndari kylfings.is tók nettan myndarúnt og smellti af kylfingum úti á velli. Þær myndir má sjá í myndasafni á síðunni. Hér að neðan er bara smá sýnishorn en mellið hér til að sjá fjörið í Leirunni og allt myndasafnið.
Getraun: Hver er að vekja athygli á sér í bakgrunni myndarinnar?