Hur og Henderson deila forystunni á Reignwood LPGA Classic
Mi Jung Hur og Brooke Henderson eru jafnar í forystunni á Reignwood LPGA Classic mótinu sem fram fer í Kína á LPGA mótaröðinni. Samtals hafa þær leikið hringina tvo á 14 höggum undir pari og eru með eitt högg í forystu á heimakonuna Shanshan Feng.
Hur lék stórkostlegt golf á öðrum hringnum og kom inn á 63 höggum eða 10 höggum undir pari. Þá lék hún lokaholurnar sérstaklega vel en hún fékk tvo erni á þremur síðustu holunum.
Henderson átti einnig góðan annan hring og kom inn á 66 höggum (-7). Hápunktar hringsins hennar eru hér að neðan.
Ariya Jutanugarn, sem sigraði meðal annars á Opna mótinu í sumar, er ekki langt undan, samtals á 6 höggum undir pari.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.