Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ian Poulter lætur aðdáendur á Players mótinu heyra það
Ian Poulter.
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 21:14

Ian Poulter lætur aðdáendur á Players mótinu heyra það

Englendingurinn Ian Poulter er líklega ekki vinsælasti kylfingur PGA mótaraðarinnar en þessi litríki kylfingur hefur eignast nokkra bandaríska óvini með góðum árangri í Ryder bikarnum undanfarin ár.

Poulter var á meðal keppenda á Players meistaramótinu um helgina þar sem hann endaði í 56. sæti en eftir þriðja hring mótsins tók hann til Instagram þar sem hann lét nokkra „hálfvita“ heyra það.

„Ég vorkenni krökkunum mínum sem löbbuðu með mér að þurfa upplifa stöðugt andlegt ofbeldi [í garð Poulters] í dag. Það er skömm að enn þann dag í dag höfum við nokkra hálfvita sem ráða ekki við nokkra bjóra,“ sagði Poulter og bætti við:

„Þetta myndi ekki gerast á Augusta. Sorglegt þegar meðspilarinn þinn afsakar hegðun aðdáendanna.“ Poulter var í holli með Jim Furyk á þriðja hringnum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)