Fréttir

Ísland endaði í 17. sæti á EM karla 50 ára og eldri
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 7. september 2019 kl. 11:07

Ísland endaði í 17. sæti á EM karla 50 ára og eldri

Íslenska karlalandsliðið skipað kylfingum 50 ára og eldri endaði í dag í 17. sæti á EM öldunga sem fór fram í Danmörku dagana 3.-7. september.

Slæmur annar dagur gerði það að verkum að íslenska liðið lék í C-riðli en liðið gerði vel eftir það og vann báða leikina í riðlinum nokkuð örugglega.

Á föstudaginn mætti íslenska liðið Slóvökum og vann 4,5-0,5 en í dag lék liðið gegn Lúxemborg um 17. sæti í mótinu og vann 4-1.

Þegar þeir Einar Long og Sigurður Aðalsteinsson, Frans Páll Sigurðsson og Sigurjón Arnarsson höfðu allir unnið sína leiki var staðan orðin 3-0 og því féllu leikir Guðmundar Arasonar og Tryggva Valtýs Traustasonar.

Lið Englands og Írlands mætast seinna í dag um sigur á Evrópumótinu. Skotar og heimamenn frá Danmörku mætast svo í leiknum um þriðja sætið.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.