Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ísland í sjötta og fjórða sæti fyrir lokahringinn á EM öldunga
Jón Haukur Guðlaugsson er hér við skortöfluna á keppnisvellinum í Portúgal.
Föstudagur 6. júní 2014 kl. 08:47

Ísland í sjötta og fjórða sæti fyrir lokahringinn á EM öldunga

Íslenska A-sveitin er sjötta sæti fyrir lokahringinn á Evrópumeistaramóti eldri kylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslenska B-sveitin er í 4. sæti en þar er keppt með forgjöf. Fjögur bestu skorin á hverjum hring telja en alls eru sex kylfingar í hverri sveit.

Skor keppenda án forgjafar eru þessi:
Jón Haukur Guðlaugsson 72 – 81 högg
Sæmundur Pálsson 77 – 80 högg
Skarphéðinn Skarphéðinsson 77 - 82  högg
Óskar Pálsson 77 – 81 högg
Snorri Hjaltason 81 – 84 högg
Óskar Sæmundsson 82 – 82 högg

Örninn 2025
Örninn 2025

Í keppni með forgjöf:
Ragnar Gíslason 77 - 68 högg
Jóhann Peter Andersen 87- 74 högg
Sigurður Aðalsteinsson 73 - 76 högg
Tómas Jónsson 71 - 80 högg
Þórhallur Sigurðsson (Laddi) 80 - 81 högg
Hafþór Kristjánsson 90 – 77  högg

Fararstjóri hópsins er Eggert Eggertsson og eru myndirnar teknar af heimasíðu LEK.