Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Íslandsbankamótaröðin: Eva María og Breki best í flokki 15-16 ára
Eva María Gestsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 2. júní 2019 kl. 22:26

Íslandsbankamótaröðin: Eva María og Breki best í flokki 15-16 ára

Líkt og í flokki 17-18 ára þá fagnaði Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tvöföldum sigri í flokki 15-16 ára á Íslansbankamótinu sem fór fram um helgina á Strandarvelli.

Í stúlknaflokki var Eva María Gestsdóttir í algjörum sérflokki og fagnaði 9 högga sigri. Eva lék hringina tvo í mótinu á 14 höggum yfir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Klúbbfélagi Evu, Bjarney Ósk Harðardóttir, varð önnur í flokknum á 25 höggum yfir pari og Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, endaði í þriðja sæti.

Lokastaðan í flokki 15-16 ára stúlkna:

1. Eva María Gestsdóttir, GKG, +14
2. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG, +25
3. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, +33
4. María Eir Guðjónsdóttir, GM, +37
4. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, +37


Leikið var á Strandarvelli dagana 31. maí - 2. júní. Mynd: [email protected]

Í strákaflokki var töluvert meiri spenna en úrslitin réðust í bráðabana eftir að þeir Böðvar Bragi Pálsson, GR, og Breki Gunnarsson Arndal, GKG, höfðu báðir leikið hringina tvo á 3 höggum yfir pari. 

Breki hafði betur í bráðabananum og fagnaði því sigri. Björn Viktor Viktorsson, GL, varð þriðji á 5 höggum yfir pari.

Lokastaðan í flokki 15-16 ára stráka:

1. Breki Gunnarsson Arndal, +3 (sigraði eftir bráðabana)
2. Böðvar Bragi Pálsson, GR, +3
3. Björn Viktor Viktorsson, GL, +5
4. Axel Óli Sigurjónsson, GKG, +8
4. Óskar Páll Valsson, GA, +8