Fréttir

Íslandsmót golfklúbba 15 og 18 ára og yngri hófst í dag
Perla Sigurbrandsdóttir leikur fyrir Golfklúbb Reykjavíkur.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 23:00

Íslandsmót golfklúbba 15 og 18 ára og yngri hófst í dag

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri hófst í dag á Garðavelli á Akranesi. Á sama tíma á Strandavelli hjá Golfklúbbi Hellu hófst sama mót í aldursflokki 18 ára og yngri.

Á Garðavelli hófu 13 sveitir leik í strákunum á meðan það voru níu sveitir í stelpnaflokki. Leikinn var höggleikur í dag til þess að ákvarða niðurröðun sveita þegar holukeppni hefst á morgun. Það var sveit Golfklúbbs Akureyrar sem er í efsta sæti hjá strákunum en þeir léku á samtals 239 höggum. Hjá stelpunum var það sveit Golfklúbbs Reykjavíkur - Korpa sem er í efsta sæti eftir að leika á 247 höggum. Á morgun hefst holukeppni og má fylgjast með gangi máli og sjá niðurröðun leikja hérna.

Á Strandavelli eru 11 sveitir í drengjaflokki á meðan það eru fjórar í stelpuflokki. Eins og á Garðavelli hófst dagurinn í dag á höggleik til þess að raða niður sveitum en holukeppnin hófst þó eftir hádegi á Strandavelli. Eftir höggleikinn var það sveit Golfklúbbs Reykjavíkur (A) sem er í forystu en þeir léku á 206 höggum. Ein umferð var leikinn eftir hádegi hjá strákunum og voru úrslit eftirfarandi:

Golfklúbbur Akureyrar 2 - 1 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (B)
Golfklúbbur Reykjavíkur 2 - 1 Golfklúbbur Selfoss
Golfklúbburinn Keilir 1 - 2 Golfklúbbur Reykjavíkur (B)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A) 2
- 1 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Nesklúbburinn 2 - 1 Golfklúbburinn Leynir
Golfklúbbur Suðurnesja 3 - 0 Golfklúbbur Vestmannaeyja

Einnig var leikin ein umferð hjá stelpunum og voru úrslit eftirfarandi:

Golfklúbbur Mosfellsbæjar 0 - 3 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Golfklúbbur Reykjavíkur 3 
- 0 Golfklúbburinn Keilir

Niðurröðun og úrslit allra leikja má nálgast hérna.