Fréttir

Íslandsmótið í holukeppni: Þrír karlkylfingar öruggir áfram
Hákon Örn Magnússon.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 19:00

Íslandsmótið í holukeppni: Þrír karlkylfingar öruggir áfram

Íslandsmótið í holukeppni hófst í dag við góðar aðstæður á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Tvær umferðir voru leiknar í dag og er þrír karlkylfingar búnir að tryggja sér farseðilinn í áttamanna úrslitin sem verða leikinn eftir hádegi á morgun.

Leikið er í átta riðlum og eru fjórir kylfingar í hverjum riðli. Allir mæta öllum og kemst einn kylfingur upp úr hverjum riðli. Kylfingarnir sem hafa nú þegar tryggt sig áfram eru þeir Hákon Örn Magnússon, sem leikur í riðli 1, Arnór Ingi Finnbjörnsson, sem er í riðli 4 og að lokum Björn Óskar Guðjónsson en hann er í riðli 6.

Í öllum öðrum riðlum geta tveir eða þrír kylfingar enn komist áfram. Úrslitin munu ráðast í þriðju umferð en hún fer fram í fyrramálið.

Hérna má sjá úrslit og stöðu allra riðla.