Fréttir

Íslendingar meðal fjögur þúsund sjálfboðaliða á Ryder
Kjartan og Guðrún í Ryder stemmingu í New York.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. september 2025 kl. 16:54

Íslendingar meðal fjögur þúsund sjálfboðaliða á Ryder

Meðal rúmlega fjögur þúsund sjálfboðaliða á Ryder bikarnum 2025 í New York eru hjónin Kjartan Drafnarson og Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir. Kjartan skrifaði í morgun á Facebook að ömurlegir fullir ameríski áhorfendur væri gjörsamlega að eyðileggja stemmninguna á Bethpage Black vellinum.

Þau segja starf sjálfboðaliðans hafa verið mikla upplifun en þau gista á hóteli í nágrenninu. Kjartan segir framkomu stuðningsmanna Bandaríkjamanna í áhorfendastæðunum hafa verið til skammar.

„Ég horfi alltaf á útsendinguna með samantekt frá deginum þegar ég kem uppá hótel, og fullyrði að þið heyrið kannski 20% af öskrunum og viðbjóðnum sem hefur fengið að fjúka hérna og hversu hár hann er. Lögreglur næstum henda fólki út af svæðinu á hverri holu,“ segir Kjartan og bætir við að sjónvarpsstöðvar passi sig á að sýna sem minnst af þessari framkomu heimamanna. En golfið sé geggjað og auðvitað miklu meira frá Evrópumönnum sem hafa verið í frábærum gír.

Kjartan segir að þegar áhorfendur hafi verið með ólæti í garð Rory Mcilroy á öðrum keppnisdegi hafi Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas reynt að þagga niður í þeim. „JT er algjör höfðingi, gerði allt sem hann gat til að þagga niður í áhorfendum á móti Rory meðan hann var að sveifla og pútta. Það fauk í JT yfir þessari hegðun samlanda

Kjartan segir völlinn magnaðan. „Maður lifandi. Svo er skemmtilega mikill munur á allri umgjörð hér og Róm, ég hélt að allt yrði stærra, skipulagðara og betur smurt. En hversu rangt. Róm umgjörðin var að öllu leiti miklu betri, stærri og skipulagðari. Gríðarlega óvænt,“ sagði Kjartan á sunnudagsmorgni en þau voru á leiðinni á völlinn þar sem þau eru í minnihluta Evrópufólks.