Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Íslensku landsliðin hefja leik í dag
Frá vinstri: Heiðrún Anna, Saga, Andrea og Hulda Clara. Mynd/GB.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 9. september 2020 kl. 07:00

Íslensku landsliðin hefja leik í dag

Íslensku landsliðin í golfi hefja leik í dag á Evrópumótum áhugakylfinga. Kvennalandsliðið spilar næstu daga í Svíþjóð á meðan strákarnir leika í Hollandi.

Að þessu sinni eru aðeins fjórir leikmenn í hverju landsliði en að öllu jöfnu eru sex leikmenn í hverju liði.

Karlaliðið er skipað eftirfarandi leikmönnum: Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandssson. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri.

Kvennaliðið er skipað eftirfarandi leikmönnum: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ er liðsstjóri.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta keppnisdaginn er leikinn höggleikur, 18 holur. Þrjú bestu skorin telja hjá hverju liði og fjórða skorið telur ef liðin eru jöfn.

Átta efstu liðin eftir höggleikinn komast í A-riðil og keppa þar um Evrópumeistaratitilinn.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í Hollandi.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í Svíþjóð.


Frá vinstri: Kristófer Karl, Hákon Örn, Aron Snær og Dagbjartur. Mynd: golf.is