Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Johnson getur komist í efsta sæti heimslistans um helgina
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 10:00

Johnson getur komist í efsta sæti heimslistans um helgina

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á möguleika á því að komast aftur í efsta sæti heimslistans með góðum árangri á Opna bandaríska mótinu um helgina.

Fyrir Opna bandaríska mótið er Johnson í öðru sæti heimslistans, rétt á eftir Brooks Koepka sem reynir að vinna mótið þriðja árið í röð.

Golf Channel tók í vikunni saman 12 atburðarásir sem myndu gera það að verkum að Johnson kæmist í efsta sætið. Sú auðveldasta væri auðvitað að Johnson myndi vinna mótið. Þá skiptir árangur Koepka í mótinu engu máli.

Hinar atburðarásirnar eru eftirfarandi:

Einn í 2. sæti svo lengi sem Koepka vinnur ekki mótið

Einn í 3. sæti og Koepka endar neðar en jafn í 4. sæti

Einn í 4. sæti og Koepka endar neðar en jafn í 7. sæti

Einn í 5. sæti og Koepka endar neðar en í 13. sæti

Einn í 6. sæti og Koepka endar neðar en jafn í 19. sæti

Einn í 7. sæti og Koepka endar neðar en jafn í 25. sæti

Einn í 8. sæti og Koepka endar neðar en í 40. sæti

Einn í 9. sæti og Koepka endar neðar en í 49. sæti

Einn í 10. sæti og Koepka endar neðar en jafn í 58. sæti

Einn í 11. sæti og Koepka kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.


Brooks Koepka er staðráðinn í að vinna Opna bandaríska mótið þriðja árið í röð.