Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Kemur fyrsti sigur Spieth í tæp fjögur ár í dag?
Jordan Spieth. Mynd: Golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 14. febrúar 2021 kl. 10:35

Kemur fyrsti sigur Spieth í tæp fjögur ár í dag?

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach Pro-Am. Takist honum að sigra á mótinu í dag verður það fyrsti sigurinn hans í tæp fjögur ár.

Þegar Spieth sigraði á Opna mótinu árið 2017 hafði Bandaríkjamaðurinn ungi verið einn besti kylfingur heims í nokkur ár og sigrað á 11 mótum á PGA mótaröðinni og þar af þremur risamótum.

Í dag hefur hann hins vegar ekki sigrað á móti í tæp fjögur ár og átt erfitt uppdráttar á hans mælikvarða. Eitthvað virðist þó hafa breyst í síðustu viku en þá náði Spieth sínum besta árangri á PGA mótaröðinni í 21 mánuð þegar hann endaði í 4. sæti á WM Phoenix Open mótinu.

Góð spilamennska Spieth hefur svo haldið áfram þessa vikuna og leiðir hann eins og fyrr segir með tveimur höggum fyrir lokahringinn á hinum magnaða Pebble Beach velli.

Lokahringur AT&T Pebble Beach Pro-Am mótsins fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Sigrar Jordan Spieth á PGA mótaröðinni:

2013    John Deere Classic
2015    Valspar Championship
2015    Masters Tournament
2015    U.S. Open
2015    John Deere Classic
2015    The Tour Championship
2016    Hyundai Tournament of Champions
2016    Dean & DeLuca Invitational
2017    AT&T Pebble Beach Pro-Am
2017    Travelers Championship
2017    The Open