Fréttir

Kristófer og Jóhanna Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 17-18 ára
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Ingi Þór, Kristófer Karl, Tómas og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG. Mynd: [email protected]
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 20:30

Kristófer og Jóhanna Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 17-18 ára

Það voru þau Kristófer Karl Karlsson, GM, og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, sem urðu Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni í flokki 17-18 ára. Mótið fór fram um helgina á Hústóftavelli í Grindavík.

Kristófer Karl var í sjöunda sæti eftir höggleikinn. Eftir að hafa farið alla leið á 18 holu í 16 manna úrslitum þurfi Kristófer aldrei að fara lengra en 14 holu. Í úrslitunum mætti hann Tómasi Eiríkssyni Hjaltested og fór leikurinn 6/5, Kristófer í vil.

Í leiknum um þriðja sætið mættust þeir Ingi Þór Ólafsson Jón Gunnarsson. Svo fór að lokum að Ingi Þór hafði betur 3/2.

Úrslit allra leikja í flokki 17-18 ára pilta má sjá hér fyrir neðan:


Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Ásdís, Jóhanna Lea, Andrea Ýr og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG. Mynd: [email protected]

Jóhanna var í öðru sæti eftir höggleikinn og fékk hún því að sitja hjá í fyrstu umferð. Eftir tvo nokkuð örugga sigra var úrslitaleikurinn á móti Ásdísi Valtúsdóttur spennandi. Hann fór alla leið á 18 holu og fór svo að lokum að Jóhanna vann 1/0.

Leikurinn um þriðja sætið fór þannig að Andrea Ýr Ásmundsdóttir hafði betur 6/5 á móti Maríu Björk Pálsdóttur.

Úrslit allra leikja í flokki 17-18 ára stúlkna má sjá hér fyrir neðan: