Kvennamót Valitor og Saga Club fór fram í dag - Myndir
Rúmlega 120 kvennkylfingar tóku yfir Grafarholtsvöll í dag er hið árlega kvennamót Valitor og Saga Club Icelandair fór fram. Völlurinn skartaði sínu fegusta eftir átök síðustu helgar þar sem lokamót Eimskipsmótaraðarinnar fór fram en þrátt fyrir að haust sé komið í loftið lék veðrið við keppendur sem nutu blíðunnar í dag og notuðu að sjálfsögðu aðstæður til að sýna góð tilþrif.
Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og auk nándarverðlauna var einnig dregið úr skorkortum í mótslok. Kylfingur.is var á staðnum og náði nokkrum flottum myndum af keppendum á einum fallegasta golfvelli landsins en myndirnar ásamt úrslitum í mótinu er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Punktakeppni með forgjöf:
1. Lilja Bragadóttir GK 43 punktar
2. Guðlaug Kristín Pálsdóttir GR 37 punktar
3. Íris Ægisdóttir GR 36 punktar
Myndir: (Kári-kylfingur.is)