Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LaCava deilir skilaboðum sem hann fékk frá Woods eftir mótið
Joe LaCava og Tiger Woods.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 16:56

LaCava deilir skilaboðum sem hann fékk frá Woods eftir mótið

Tiger Woods og kylfuberi hans, Joe LaCava, hafa unnið saman síðan árið 2011. Þrátt fyrir að Woods hafi verið mikið frá vegna meiðsla hefur LaCava staðið með sínum manni gegnum öllu þau meiðsli sem Woods hefur þurft að glíma við síðustu árin.

Þeir uppskáru loks eins og þeir hafa sáð síðasta sunnudag þegar þeir fögnuðu saman 15. risatitli Woods. Þegar þeir sáust fagna eftir að lokapúttið fór í sást að Woods sagði við LaCava, „okkur tókst þetta“.

Margir hafa tjáð sig um þessi orð og vilja menn meina að Woods hefði aldrei kallað sig og Steve Williams, fyrrverandi kylfubera sinn, „við“.

Það er ljóst að Woods er ánægður með LaCava á pokanum og nær samband þeirra greinilega út fyrir golfvöllinn ef marka má skilaboðin sem Woods sendi LaCava eftir mótið.

Hann sendi mér skilaboð og sagði, „Okkur tókst þetta, ég er svo þakklátur fyrir það að þú stóðst með mér gegnum allt saman, ég elska þig eins og bróður minn,“ sagði LaCava.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is