Landslið LEK fyrir árið 2015 verða þannig skipuð
Það er ljóst hvernig skipan karlandsliða LEK, landssamtök eldri kylfinga, verða skipuð á árinu 2015. Stigalisti á Öldungamótaröð LEK ræður ferðinni í þessu vali og eru landsliðin þannig skipuð:
Landslið 55 ára án forgjafar:
Jón Haukur Guðlaugsson, GR
Sæmundur Pálsson, GR
Óskar Sæmundsson, GR
Rúnar Svanholt, GR
Skarphéðinn Skarphéðinsson, GR
Óskar Pálsson, GHR
Landslið 55 ára með forgjöf:
Ragnar Gíslason, GO
Þórhallur Sigurðsson, GK
Tómas Jónsson, GKG
Jóhann Peter Andersen, GK
Haraldur Örn Pálsson, GK
Hafþór Kristjánsson, GK
Landslið 70 ára og eldri:
Jóhann Peter Andersen, GK
Sigurjón R Gíslason, GK
Helgi Hólm, GSG
Hans Jakob Kristinsson, GR
Jens Karlsson, GK
Guðlaugur R Jóhannsson, GO
Í 55 ára liðunum er ekki um mikla breytingu að ræða frá 2014. Í fyrra liðinu verður sú breyting að Rúnar Svanholt leysir Snorra Hjaltason af hólmi og í síðara liðinu kemur Haraldur Örn Pálsson í stað Sigurðar Aðalsteinssonar.
Í 70 ára liðinu eru meiri breytingar - aðeins Jens Karlsson og Helgi Hólm voru í liðinu á þessu ári.