Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Langer ekki lengi að svara Poulter
Bernhard Langer og Ian Poulter.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 18:41

Langer ekki lengi að svara Poulter

Ian Poulter lék æfingahring á Augusta National vellinum í gær en Masters mótið hefst þar á fimmtudaginn. Eftir hringinn sagði hann fólki frá því á samfélagsmiðlum að hann hafa farið inn í golfbúðina til að útvega sér nokkra hluti.

Þegar Poulter var farinn spurði öryggisvörður kylfuberann hans hvort að þetta hafi verið Bernhard Langer sem hefur á sínum ferli unnið tvo græna jakka, árin 1985 og 1993.

Örninn 2025
Örninn 2025

Poulter fannst þetta heldur slæmt þar sem að hann sjálfur er 44 ára gamalla og leikur enn á PGA mótaröðinni á meðan Langer er orðinn 63 ára gamall og er einn sigursælasti kylfingur PGA Tour Champions mótaraðarinnar.

Langer var ekki lengi að skjóta til baka á Poulter og sagði hann að Poulter hafi verið heppinn að hann hafi ekki verið spurður út í alla grænu jakkana því eins og fólk eflaust veit hefur Poulter aldrei fagnað sigri á Masters mótinu þar sem sigurvegari mótsins hlýtur grænan jakka að launum. Langer benti honum einnig á það að hann ætti auka og þeir ættu að fara saman í golfbúðina á vellinum og kaupa eitthvað fallegt handa Poulter.